- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland fór í annað sinn taplaust í gegnum undankeppni EM

Snorri Steinn Guðjónsson og liðsmenn hans í landsliðinu náði framúrskarandi árangri í undankeppni EM 2026. Þeir töpuðu ekki stigi. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik karla fór í fyrsta sinn í gegnum riðlakeppni undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik 2026 án þess að tapa leik. Reyndar hefur Ísland einu sinni áður farið taplaust inn á EM, árið 2006. Þá var undankeppnin með öðru sniði. Ekki var leikið í riðlum heldur voru tveir umspilsleikir, heima og að heiman, eins og tíðkast nú í undankeppni HM. Íslenska landsliðið vann vorið 2005 landslið Hvíta-Rússlands í tveimur leikjum, heima og að heiman.

Ísland vann sér ekki þátttökurétt á þrjú fyrstu Evrópumótin, 1994, 1996 og 1998. Síðan hefur Ísland alltaf unnið sér inn farseðil í lokakeppni EM.

Fyrir EM 2004 tók íslenska landsliðið ekki þátt í undankeppni eftir að hafa hafnaði í fjórða sæti á EM 2002. Fjórða sætið veitti beinan keppnisrétt á EM tveimur árum síðar.

Hér fyrir neðan er hlaupið lauslega yfir þátttöku karlalandsliðs Íslands í undankeppni/umspilsleikjum EM frá 1994 fram að undankeppninni sem lauk í gær.

  • EM 1994 – undankeppni:
  • Fimm sigrar – eitt jafntefli – 2 töp, 3. sæti í 5 liða riðli.
  • Andstæðingar: Króatía, Hvíta-Rússland, Finnland, Búlgaría.
  • Króatía, Hvíta-Rússland komust áfram. Ísland sat eftir m.a. vegna óvænts jafnteflis við Finna, 23:23, í Karjaa 10. október 1993.
  • EM 1996 – undankeppni:
  • Fjórir sigrar, tvö töp, 3. sæti í 4 liða riðli.
  • Andstæðingar: Rússland, Rúmenía, Pólland.
  • Ísland, Rússland og Rúmenía fengu átta stig hvert. Rússland og Rúmenía fóru áfram.
  • EM 1998 – undankeppni:
  • Tveir sigrar, eitt jafntefli, tvö töp, 3. sæti í 4 liða riðli.
  • Andstæðingar: Júgóslavía, Litáen og Sviss.
  • Júgóslavía og Litáen komust áfram.
  • EM 2000 – undankeppni:
  • Þrír sigrar, eitt tap í þriggja liða riðli. Ísland varð jafnt Sviss að stigum en vann riðilinn á innbyrðisúrslitum.
  • Andstæðingar: Sviss og Kýpur.
  • Við tóku tveir umspilsleikir við N-Makedóníu. Ísland vann samanlagt 61:55.
  • EM 2002 – undankeppni:
  • Einn sigur – eitt tap.
  • Ísland komst hjá forkeppni en tók þátt í umspilsleikjum á næsta stigi undankeppninnar. Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum. Ísland vann í Laugardalshöll, 30:23, en tapaði, 27:26, í Minsk.
  • EM 2004 – undankeppni:
  • Ísland varð í fjórða sæti á EM 2002 í Svíþjóð og öðlast um leið þátttökurétt í lokakeppni EM 2004. Sem sagt engin forkeppni.
  • EM 2006 – undankeppni:
  • Tveir sigurleikir.
  • Ísland komst hjá forkeppni en tók þátt í umspilsleikjum á næsta stigi undankeppninnar. Eins og í umspili fyrir EM 2002 þá mætti Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum. Ísland vann báða leiki, 33:24 í Laugardalshöll og 34:31 í Minsk.
  • EM 2008 – undankeppni:
  • Einn sigur – eitt tap.
  • Ísland komst hjá forkeppni en tók þátt í umspilsleikjum á næsta stigi undankeppninnar. Ísland mætti Serbíu í tveimur leikjum. Ísland tapaði í Nis í Serbíu, 30:29, en vann í Laugardalshöll, 42:40, 17. júní 2007.
  • EM 2010 – undankeppni:
  • Fimm sigrar, þrjú jafntefli í fimm liða riðli.
  • Andstæðingar: Noregur, N-Makedónía, Eistland, Belgía.
  • Ísland og Noregur komust áfram. Ísland efst í riðlinum.
  • EM 2012 – undankeppni:
  • Fjórir sigrar, tvö töp í fjögurra liða riðli.
  • Andstæðingar: Þýskaland, Austurríki, Lettland.
  • Þýskaland og Ísland komust áfram. Þýskaland efst í riðlinum.
  • EM 2014 – undankeppni:
  • Fimm sigrar, eitt tap í fjögurra liða riðli.
  • Andstæðingar: Hvíta-Rússland, Slóvenía, Rúmenía.
  • Ísland og Hvíta-Rússland komust áfram. Ísland efst í riðlinum.
  • EM 2016 – undankeppni:
  • Fjórir sigrar, eitt jafntefli, eitt tap í fjögurra liða riðli.
  • Andstæðingar: Serbía, Svartfjallaland, Ísrael.
  • Ísland og Serbía komust áfram. Ísland efst í riðlinum.
  • EM 2018 – undankeppni:
  • Þrír sigrar, þrjú töp í fjögurra liða riðli.
  • Andstæðingar: N-Makedónía, Tékkland, Úkraína.
  • N-Makdónía, Tékkland og Ísland áfram. Ísland komst áfram eitt liða með besta árangur í þriðja sæti. N-Makedónía efst í riðlinum.
  • EM 2020 – undankeppni:
  • Þrír sigrar, tvö jafntefli, eitt tap í fjögurra liða riðli.
  • Andstæðingar: N-Makedónía, Tyrkland, Grikkland.
  • N-Makedónía og Ísland áfram. N-Makedónía efst í riðlinum.
  • EM 2022 – undankeppni:
  • Fjórir sigrar, tvö töp í fjögurra liða riðli.
  • Andstæðingar: Portúgal, Litáen, Ísrael.
  • Portúgal og Ísland áfram. Portúgal vann riðilinn.
  • EM 2024 – undankeppni:
  • Fimm sigrar, eitt tap í fjögurra liða riðli.
  • Andstæðingar: Tékkland, Eistland, Ísrael.
  • Íslandi og Tékkland áfram. Ísland vann riðilinn.
  • EM 2026 – undankeppni:
  • Sex sigrar í fjögurra liða riðli.
  • Andstæðingar: Bosnía, Georgía, Grikkland.
  • Ísland og Georgía áfram. Ísland vann riðilinn.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -