- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland getur lent hvar sem er – boðskortið verður sent til Sviss

Leikmenn íslenska landsliðsins fyrir eina af viðureignum Evrópumótsins í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breifjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðinu í handknattleik karla verður ekki raðað niður í riðla fyrir heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári, þ.e. ákveðinn leikstaður fyrirfram eins og t.d. var gert fyrir HM 2023 þegar eða fyrir EM sem fram fór í upphafi þessar árs. HM fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu. Dregið verður í riðla í Zagreb á miðvikudaginn í næstu viku.

Gangi þetta eftir getur Ísland hafnað á hvaða leikstað sem er í löndunum þremur sem halda mótið.

Þetta kemur fram í frétt g-sport í Norður Makedóníu. Fréttamiðillinn telur sig hafa upplýsingar um hvar átta af 32 landsliðum verður raðað niður.

Sviss hreppir hnossið

G-sport telur sig einnig hafa heimildir fyrir að boðskortið (wild card) sem stjórn Alþjóða handknattleikssambandið ráðstafar komi í hlut Sviss. Tólf þjóðir viðsvegar um heiminn sækjast eftir boðskortinu. Sviss hreppir hnossið m.a. vegna þess að landsliðið Sviss tapaði umspilinu við Slóveníu í vítakeppni. Mjórra verður vart á munum.

Uppfært: Eftir að fréttin var birt staðfesti Alþjóða handknattleikssambandið að boðskortið hafi verið sent handknattleikssambandi Sviss.

Dregið í næstu viku

Samkvæmt upplýsingum g-sport verður eftirfarandi landsliðum raðað niður á leikstaði áður en dregið verður í riðlana átta í Zagreb miðvikudaginn 29. maí:

Króatía og Slóvenía leika í Zagreb.
Austurríki leikur í Porec.
Ungverjaland leikur í Varazdin.
Danmörk og Þýskaland leika í Herning.
Noregur og Svíþjóð leika í Ósló.

Íslenska landsliðinu var fyrirfram ákveðinn leikstaður í Kristianstad í Svíþjóð á HM 2023 og í München á EM 2024 áður en dregið var í riðla.

Ísland í öðrum styrkleikaflokki?

Samvæmt Wikipedia-síðu HM 2025 verður Ísland í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður, ekki í fyrsta flokki eins fyrir HM 2023. Beðið er staðfestingar IHF (Alþjóða handknattleikssambandsins) á styrkleikaflokkunum.

1. flokkur:2. flokkur:
DanmörkAusturríki
FrakklandNoregur
SvíþjóðÍsland
ÞýskalandKróatía
UngverjalandHolland
SlóveníaSpánn
PortúgalÍtalía
EgyptalandTékkland
3. flokkur:4. flokkur:
KatarBarein
BrasilíaTúnis
PóllandChile
ArgentínaKúveit
KúbaGrænhöfðaeyjar
N-MakedóníaGínea
JapanBandaríkin – boðskort
AlsírSviss – boðskort.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -