- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland í fjórða styrkleikaflokki – dregið á fimmtudaginn

Sunna Jónsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir verða hugsanlega í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í HM í vetur. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska landsliðið í handknattleik kvenna á meðal 32 þátttökuliða á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð frá 30. nóvember til 17. desember. Ísland fékk annað af tveimur boðssætum sem Alþjóða handknattleikssambandið úthlutaði. Þrjú lið 27 þjóða unnu sér inn þátttökurétt í gegnum undankeppni. Þrjár sluppu við undankeppni, heimsmeistarar Noregs og auk gestgjafa mótsins, Svíþjóð og Danmörk.

Dregið verður í átta fjögurra liða riðla í Gautaborg á fimmtudaginn 6. júlí. Ísland verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður sem þýðir að eitt lið úr hinum þremur flokkunum lendir á móti Íslandi.

Hér fyrir neðan er styrkleikaflokkarnir eins og IHF gaf þá út í morgun.

1. styrkleikaf.2. styrkleikafl.
NoregurSlóvenía
DanmörkSpánn
SvartfjallalandKróatía
FrakklandSuður Kórea
SvíþjóðUngverjaland
HollandRúmenía
BrasilíaPólland
ÞýskalandTékkland
3. styrkleikafl.4. styrkleikafl.
SerbíaKongó
JapanSenegal
ÚkraínaParagvæ
GrænlandÍran
ArgentínaKasakstan
AngólaChile
KínaAusturríki
KamerúnÍsland
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -