Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppni EM 2026 í Herning í Danmörku á fimmtudaginn. Vegna þess að þegar hefur Danmörk, Svíþjóð og Þýskalandi verið raðað niður í riðla sem ekki fara fram á þeim leikstað sem Ísland verður á, Kristianstad, er ljóst að íslenska landsliðið mun fá Evrópumeistara Frakka, Ungverja eða Slóvena í riðil með sér úr efsta styrkleikaflokki.
Frakkar, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar, silfurlið Dana á EM 2024 og Svíar sem voru í þriðja sæti eru í efsta styrkleikaflokki ásamt Þýskalandi, Ungverjalandi og Slóveníu sem voru í næstu sætum á eftir verðlaunaliðunum þremur á EM 2024.
Ungverjarar voru með íslenska landsliðinu í riðli á HM 2023 þegar leikið var í Kristianstad. Úrslit þess leiks urðu íslenska landsliðinu fjötur um fót þegar á mótið leið en leikurinn tapaðist eftir hrun í leik íslenska landsliðsins á lokakaflanum.
Með Íslandi í öðrum styrkleikaflokki eru Portúgal, Noregur, Króatía, Spánn og Færeyjar og þar með ljóst að ekkert þessara þjóða verður með Íslandi í riðli.

Styrkleikaflokkarnir:
1. flokkur: Frakkland, Danmörku, Svíþjóð, Ungverjaland, Slóvenía.
2. flokkur: Portúgal, Noregur, Ísland, Króatía, Spánn, Færeyjar.
3. flokkur: Austurríki, Holland, Svartfjallaland, Tékkland, Pólland, N-Makedónía.
4. flokkur: Georgía, Serbía, Sviss, Rúmenía, Úkraína, Ítalía.
Hafist verður handa við að draga í riðla klukkan 17 á fimmtudaginn.
Eins og áður segir hefur þegar verið raðað niður í nokkra riðla eftir leikstöðum:
