- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland leikur um bronsið á EM – Danir reyndust of sterkir

Íslensku piltarnir leika við Ungverja um bronsverðlaun á EM 18 ára. Mynd/MKJ
- Auglýsing -

Danir reyndist of sterkir fyrir íslenska landsliðið í undanúrslitum Evrópumóts 18 ára landsliða karla í handknattleik í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Þeir réðu lögum og lofum nánast frá upphafi til enda og unnu með átta marka mun, 34:26. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 18:9.

Íslensku piltarnir leika um bronsverðlaunin á EM á sunnudaginn gegn annað hvort Ungverjum eða Svíum sem mætast í kvöld í hinni viðureign undanúrslitanna.

Danir voru mikið sterkari í 50 mínútur í dag. Slakar 20 mínútur í fyrri hálfleik komu íslenska liðinu í koll en það þurfti á sannkölluðum toppleik að halda til að vinna sterka Dani sem ekki hafa tapað leik á Evrópumótinu.

Íslenska liðið komst yfir, 6:5, eftir um 11 mínútur. Danir svöruðu með sjö mörkum í röð. Segja má að þeir hafi aldrei litið um öxl eftir það.

Staðan í hálfleik var 18:9, Dönum í vil. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í fimm mörk í nokkur skipti í síðari hálfleik, en komst aldrei nær þrátt fyrir betri leik en í þeim fyrri.

Mörk Íslands: Dagur Árni Heimisson 9, Ágúst Guðmundsson 5/2, Stefán Magni Hjartarson 4, Jens Bragi Bergþórsson 4, Garðar Ingi Sindrason 2, Harri Halldórsson 1, Magnús Dagur Jónatansson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 4/1, 12% – Elías Sindri Pilman 0.

Mörk Danmerkur: Oskar Møller Jakobsen 8, Gustaf Sandbæk Sunesen 6, Mads Skovgaard Nickelsen 5, Jacob Dam Dalager 4, Fererik Nygård Jespersen 4, Hjalte Langmack 3, Emil Darling Sørensen 1, Kasper Willemann Kjærgaard 1, Simon Sejer Kristensen 1, Henrik Theter Jensen 1.
Varin skot: Frederik Møller Wolff 15, 37,5% – Oliver Briese Havregaard Nielsen 1/1, 50%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -