- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla HM

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla og leikmenn hans komast að því á miðvikudag hverjum þeir mæta í riðlakeppni HM í janúar 2025. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í öðrum styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla lokakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla sem fram fer í janúar í Króatíu, Danmörku og Noregi.

Dregið verður í riðla í Zagreb í Króatíu á næsta miðvikudag, 29. maí. Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla fyrir HM 2023.

Alþjóða handknattleiksleiksambandið birti staðfesta styrkleikaflokka í morgun en úr þeim verður dregið. Að vanda dragast saman eitt lið úr hverjum flokki í hvern riðil.

Þannig raðaðist í styrkleikaflokkana fjóra:

1. flokkur:2. flokkur:
DanmörkPortúgal
FrakklandKróatía
SvíþjóðAusturríki
ÞýskalandÍsland
UngverjalandHolland
SlóveníaSpánn
NoregurÍtalía
EgyptalandTékkland
3. flokkur:4. flokkur:
PóllandBarein
N-MakedóníaTúnis
KatarChile
BrasilíaKúveit
ArgentínaGrænhöfðaeyjar
KúbaGínea
JapanBandaríkin – boðskort
AlsírSviss – boðskort.

Þegar hefur átta þjóðum verið raðað niður á riðla:
A-riðil: Þýskaland (1. flokkur).
B-riðill: Danmörk (1. flokkur).
A og B-riðill: Jyske Bank Boxen, Herning, Danmörk
C-riðill: Austurríki (2. flokkur) – Poreč, Króatía
D-riðill: Ungverjaland (1. flokkur) – Varaždin, Króatía
E-riðill: Noregur (1. flokkur).
F-riðill: Svíþjóð (1. flokkur).
E og F-riðill: Telenor Arena, Ósló, Noregur
G-riðill: Slóvenía (1. flokkur).
H-riðill: Króatía (2. flokkur).
G og H-riðlar: Arena Zagreb, Zagreb, Króatía

Þar sem Ísland er í 2. styrkleikaflokki þá getur landsliðið ekki dregist í C eða H-riðla vegna þess að Austurríki og Króatía eru einnig í öðrum styrkleikaflokki.

Sjá einnig:

HM karla 2025 – leikdagar og leikstaðir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -