- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingagleði í Frakklandi

Elvar Ásgeirsson t.v. og Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í PAUC tylltu sér í annað sæti frönsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld er þeir unnu Nimes, 28:27, á heimavelli en þetta var fyrsti tapleikur Nimes á leiktíðinni. Liðið féll niður í þriðja sæti við tapið.


„Við erum mjög ánægðir með sigurinn,“ sagði Donni við handbolta.is. í kvöld en hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég byrjaði nokkuð vel og náði að skora tvö snemma og spila boltanum vel, en þegar leið á leikinn geiguðu skotin mín alltof oft,“ sagði hann ennfremur.


„Við vorum án beggja miðjumannana okkar vegna meiðsla. Sóknin gekk samt ágætlega með Romaine Lagarde á miðjunni. Það sem skipti þó mestu máli var liðsheildin hjá okkur. Hún skóp sigurinn. Nimes er með mjög gott og reynslumikið lið. Að ná tveimur stigum gegn þeim er síður en svo gefið,“ sagði Donni sem er á sínu öðru keppnistímabili hjá franska liðinu.
Næst leikur PAUC í deildinni verður gegn Creteit á útivelli eftir átta daga. Í milltiðinni taka Donni og félagar á móti Nexe frá Króatíu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn.

Elvar skoraði sex mörk

Donni var alls ekki eini Íslendingurinn sem fagnaði sigri í frönsku 1. deildinni í kvöld því Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy unnu Cesson Rennes á heimavelli, 27:25. Mjög áhugaverður sigur því Cesson vann öruggan sigur á afar sterku liði Montpellier um síðustu helgi.


Elvar skoraði sex mörk í átta skotum í leiknum fyrir Nancy-liðið sem nú hefur unnið tvo leiki af þeim sex fyrstu í deildinni. Elvar vann einnig tvö vítaköst og átti fjórar stoðsendingar sem skiluðu mörkum.

Staðan í frönsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -