- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingalið stendur völtum fótum

Framtíð liðs Århus United hefur verið tryggð og liðið hefur keppni á ný þegar danska úrvalsdeildin hefst aftur á síðustu dögum ársins. Thea Imani Sturludóttir er önnur frá hægri í efri röð. Mynd/FB-síða Århus United
- Auglýsing -

Danska úrvalsdeildarliðið Århus United, sem Thea Imani Sturludóttir landsliðskona leikur með, stendur höllum fæti um þessar mundir ef marka má fregnir í Århus Stiftstidende. Þar segir að félagið vanti tvær milljónir danskra króna, jafnvirði um 44,5 milljóna króna, inn í reksturinn fyrir miðjan desember. Takist ekki að afla þessa fjár verði rekstri þess hreinlega hætt.

Í frétt Århus Stiftstidende segir að leikmenn hafi enn sem komið er fengið sín laun. Hinsvegar standi yfir mikill niðurskurður og m.a. hafi annar launakostnaður verið skorinn niður, starfsfólki sagt upp auk þess sem stjórn félagsins var leyst frá störfum á dögunum og starfsstjórn skipuð. Starfsstjórnin rær lífróður þessa dagana að sögn Jan Snoghøj, varaformanns starfsstjórnarinnar.

„Ef okkur tekst ekki afla tveggja milljóna þá leggjum við félagið niður. Við sem sitjum í starfsstjórn félagsins ætlum ekki að reka liðið áfram ef það verður ekki samkeppnisfært í úrvalsdeildinni á síðari hluta tímabilsins. Það er alveg ljóst,“ segir Snoghøj m.a. við Århus Stiftstidende.

Århus United er í 7. sæti af 14 liðum dönsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir níu leiki. Félagið var stofnað fyrir nokkrum árum m.a. á rústum SK Aarhus sem oft gekk brösulega að reka. Reyndar hefur lengi gengið illa að halda úti úrvalsdeildarliði í kvennahandbolta í Árósum þótt vel hafi gengið víða annarsstaðar á Jótlandi.

Thea Imani gekk til liðs við Århus United í sumar frá Oppsal í Noregi. Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona og núverandi leikmaður ÍBV, lék með Århus United frá 2017 til 2019 og var ein þeirra sem fengin var til félagsins þegar það var sett á laggirnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -