- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaliði bjargað frá gjaldþroti

Framtíð liðs Århus United hefur verið tryggð og liðið hefur keppni á ný þegar danska úrvalsdeildin hefst aftur á síðustu dögum ársins. Thea Imani Sturludóttir er önnur frá hægri í efri röð. Mynd/FB-síða Århus United
- Auglýsing -

Handknattleiksliðinu Aarhus United sem landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir leikur með í dönsku úrvalsdeildinni hefur verið bjargað frá gjaldþroti. Það kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. Ný stjórn félagsins tók við síðla hausts og hefur síðan róið lífróður til að halda liði félagsins á floti. Útlit var fyrir að Aarhus United myndi ekki hefja keppni á ný í deildinni á nýju ári, svo slæm var staðan.

Félagið segir í tilkynningu sinni að með sameiginlegu átaki styrktaraðila, þjálfara og leikmanna hafi lánast að bjarga liði félagsins fyrir horn. Styrktaraðilar hafi lagt fram aukið fé og aðrir hafi samþykkt lækkun launa. Einnig hafa nokkrir styrktaraðilar komið til samstarfs á undanförnum vikum sem veki enn meiri bjartsýni þegar til lengri tíma sé litið.


Unnið er að því að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn til lengri tíma. Standa vonir til þess að hægt verði þegar fram líða stundir að fá fleiri fyrirtæki til samstarfs.


Aarhus United situr í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar og á þar með ágæta möguleika á að verða á meðal átta efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið í vor. Átta efstu liðin fara í úrslitakeppni um danska meistaratitilinn.


Thea Imani gekk til liðs við Aarhus United í sumar sem leið.
Aarhus United varð til árið 2017 eftir að SK Aarhus varð gjaldþrota.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -