- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaliðið vann með 42 marka mun

Rakel Sara Elvarsdóttir er byrjuð að skora fyrir Volda í Noregi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Norska handknattleiksliðið Volda, sem ekki færri en fimm Íslendingar koma við sögu hjá, gjörsigraði smá- og grannliðið Ørsta í norsku bikarkeppninni í handknattleik kvenna í kvöld. Yfirburðir Volda í leiknum voru miklir og munaði 42 mörkum á liðunum þegar leiknum lauk, 51:9. Leikið var á heimavelli Ørsta.


Að loknum fyrri hálfleik var munurinn 22 mörk, 26:4. Dana Björg Guðmundsdóttir, sem gekk til liðs við Volda, í sumar lék á als oddi og skoraði 16 mörk. Akureyringurinn Rakel Sara Elvarsdóttir lét sér nægja að skora þrjú mörk. Rakel Sara kom einnig til Volda á sumarmánuðum. Katrín Tinna Jensdóttir skoraði ekki mark en var að vanda vel á verði í vörninni.


Halldór Stefán Haraldsson er þjálfari Volda og fram til þessa hefur Hilmar Guðlaugsson verið honum til halds og trausts þótt nafn hans hafi ekki verið að finna á leikskýrslu að þessu sinni.


Volda vann í vor sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn. Liðið tekur á móti Fredrikstad Bkl. í fyrstu umferð á heimavelli á sunnudaginn. Elías Már Halldórsson þjálfar Fredrikstad Bkl. og Alexandra Líf Arnarsdóttir samdi við liðið í sumar.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -