- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar berjast um gullverðlaunin

Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Rhein-Neckar Löwen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ýmir Örn Gíslason verða andstæðingar á morgun þegar lið þeirra, SC Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen, mætast í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handnattleik í Lanxes-Arena í Köln.


Ýmir Örn hafði betur í öðrum slag Íslendingaliða í undanúrslitum. Rhein-Neckar Löwen lagði Flensburg sem Teitur Örn Einarsson leikur með, 38:31, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. Ýmir Örn skoraði ekki mark í leiknum en tók til hendinni í vörninni að vanda. Honum var einu sinni vikið af leikvelli. Teitur Örn skoraði heldur ekki. Hann átti markskot sem geigaði og eina stoðsendingu.


Þýski landsliðsmaðurinn Juri Knorr skoraði 10 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og varð markahæstur. Daninn Mads Mensah skoraði einnig 10 mörk fyrir Flensburg.

Gísli Þorgeir Kristjánsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Gísli Þorgeir var í stuði

Magdeburg vann Lemgo í síðari undanúrslitaleiknum, 33:31. Gísli Þorgeir Kristjánsson var allt í öllu að vanda hjá Magdeburg. Hann skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar.

Hollendingurinn Kay Smits skoraði 12 mörk fyrir Magdeburg, þar af fjórum úr vítaköstum. Lukas Hutecek skoraði sjö mörk fyrir Lemgo.


Flensburg mætir Lemgo í viðureign um brosnverðlaunin á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -