- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar gætu mæst í úrslitaleik í Mannheim

Niko Mindegia, bláklæddur t.h. og samherjar hans í Wisla Plock leika við Magdeburg í undanúrslitum EHF-bikarsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon og samherjar hans í SC Magdeburg leika við Wisla Plock frá Póllandi í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Dregið var í morgun. Í hinni viðureigninni mætast Rhein-Neckar Löwen, með Ými Örn Gíslason innanborðs, þriðja þýska liðinu í undanúrslitum, Füchse Berlin.


Úrslitahelgi Evrópudeildarinnar verður 22. og 23. maí í SAP-Arena í Mannheim, heimavelli Rhein-Neckar Löwen.


Svo kann að fara að íslensku landsliðsmennirnir, Ómar Ingi og Ýmir Örn, mætist í úrslitaleik keppninnar.


Rhein-Neckar Löwen hefur einu sinni unnið EHF-keppnina, árið 2013 undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar. Á þeim tíma léku Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson með liðinu.

Füchse Berlin vann EHF-bikarinn 2015 og 2018. Í fyrra skiptið var Dagur Sigurðsson í þjálfarastóli Berlínarliðsins.


SC Magdeburg vann EHF-bikarinn 1999, 2001 og 2007. Árið 2001 var Alfreð Gíslason þjálfari Magdeburg. Ólafur Stefánsson var leikmaður Magdeburg er liðið stóð uppi sem sigurvegari keppninnar 1999 og 2001.


Wisla Plock hefur aldrei unnið EHF-bikarinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -