- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar í eldlínunni þegar þau bestu mætast

Aron Pálmarsson verður í eldlínunni með Barcelona í Meistraradeild Evrópu annað kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Keppni hefst í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki í kvöld en um síðustu helgi var flautað til leiks í Meistaradeild kvenna eins og ítarlega hefur verið greint frá á handbolti.is. Þar með verða bestu handknattleikslið Evrópu komin á fulla ferð, óháð því hvort deildarkeppni sé hafin í heimalöndum þeirra eða ekki.


Eins og í kvennaflokki þá verður Meistaradeild karla með breyttu sniði í vetur. Sextán lið eru skráð til leiks. Þeim er skipt niður í tvo riðla með átta liðum í hvorum.

Í A-riðli eru: Flensburg, Þýskalandi, Meshkov Brest, Hvíta-Rússlandi, Elverum, Noregi, Pick Szeged, Ungverjalandi, Paris SG, Frakklandi, Vive Kielce, Póllandi, Porto, Portúgal, Vardar 1961, Norður Makedóníu.


Liðin í B-riðli eru: Aalborg Håndbold, Danmörku, THW Kiel, Þýskalandi, Celje Lakso, Slóveníu, Barcelona, Spáni, Telekom Veszprém , Ungverjalandi, PPD Zagreb, Króatíu, Nantes, Frakklandi, Motor Zaporozhye, Úkraínu.


Leikir kvöldsins eru:
Celje – Aalborg, kl. 16.45.
Meshkov Brest – Vardar 1961, kl. 16.45.
Flensburg – Vive Kielce, kl. 18.45.
Nantes – Telekom Veszprém, kl. 18.45.Íslenskir handknattleiksmenn verða í eldlínnni í leikjum kvöldsins. Arnór Atlason verður á hliðarlínunni hjá Aalborg í handknattleikshöllinni glæsilegu í Celje í Slóveníu en Arnór er aðstoðarþjálfari dönsku meistaranna.

Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með Elverum í Meistaradeildinni snemma árs. Hann er nú kominn í herbúðir pólska meistaraliðsins Vive Kielce sem mætir Flensburg í Þýskalandi í kvöld í 1.umferð keppninnar. Mynd/EPA


Haukur Þrastarson leikur sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann fer út á keppnisgólfið í Flens-Arena (áður Campushalle) með samherjum sínum í pólska meistaraliðinu Vive Kielce í leik við Flensburg. Í hópi pólsku meistaranna verður einnig Sigvaldi Björn Guðjónsson, sem eins og Haukur, kom til liðsins í sumar. Haft er eftir Sigvalda í dönskum fjölmiðlum í dag að það yrðu vonbrigði takist Vive Kielce ekki að komast í undanúrslit keppninnar þrátt fyrir talsverðar mannabreytingar í hópnum frá síðasta leiktímabili.


Leikir morgundagsins:
Motor Zaporozhye – Barcelona kl. 16.45
PPD Zagreb – THW Kiel kl. 16.45
Porto – Elverum kl. 18.45

Til stóð að Pick Szeged, sem Stefán Rafn Sigurmannsson leikur með, og Paris SG mættust í Szeged í Ungverjalandi í annað kvöld. Leiknum var frestað eftir að kórónuveirunni skaut niður í herbúðir ungverska liðsins eins og handbolti.is greindi frá í gær. Viðureinginni var frestað um ótiltekinn tíma.


Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og þjálfari hér á landi til margra ára er aðstoðarþjálfari Zaporozhye .


Aron Pálmarsson verður að vanda í eldlínunni með Barcelona.


Riðlakeppni Meistaradeildarinnar á að ljúka 4. mars. Þá heltast tvö neðstu lið hvors riðils úr lestinni. Tvö efstu lið riðlanna sitja yfir í næstu umferð.

Leikmenn Vardar frá Norður-Makedóníu fagna sigri í Meistaradeild Evrópu vorið 2019. Mynd/EPA

Vardar er ríkjandi meistari frá 2019 þar sem ekki var leikið til úrslita í vor vegna kórónaveirunnar. Til stendur að ljúka keppninni á milli jóla og nýárs.


Frá 31. mars til 8. apríl mætast liðin sem hafna í þriðja til sjötta sæti í útsláttarkeppni. Að henni lokinni sitja eftir fjögur lið sem dragast saman við fjögur efstu liðin sem sitja yfir í fyrri helmingi átta liða úrslita. Sjá nánar á korti hér að neðan.


Síðari hluti átta liða úrslita fer fram frá 12. til 20. maí með leikjum heima og að heiman. Að kvöldi 20. maí verða fjögur lið eftir í keppninni. Þau taka þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar, Final 4, sem fram fer í Lanxess-Arena í Köln 12. og 13. júní.

Verðlaunafé keppninnar er ein milljón evra, um 160 milljónir króna, og er jafnt hátt hjá báðum kynjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -