- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar kljást í Meistaradeild Evrópu

SC Magdeburg vann Meistaradeild Evrópu í karlaflokki á dögunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sex íslenskir landsliðsmenn hjá fjórum félagsliðum verða í eldlínu Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla á næsta keppnistímabili. Dregið var í tvo átta liða riðla í morgun og höfnuðu tvö svokölluð Íslendingalið í hvorum riðli.

Nýkrýndir Evrópumeistarar í SC Magdeburg með Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson innan sinna vébanda verða í B-riðli eins og Telekom Veszprém sem Bjarki Már Elísson leikur með. Einnig verða Barcelona, GOG, Wisla Plock, Montpellier, FC Porto og Celje Lasko í B-riðli með Evrópumeisturunum.

Selfyssingar í A-riðli

Í A-riðli verða Haukur Þrastarson og félagar í Barlinek Industria Kielce m.a. ásamt norska meistaraliðinu Kolstad sem tekur í fyrsta sinn í sögu sinni þátt í Meistaradeildinni. Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru í stórum hlutverkum hjá Kolstad.

Einnig eiga sæti í A-riðli franska meistaraliðið PSG, THW Kiel, HC Zagreb, Pick Szeged og Eurofarm Pelister.
Fyrstu leikir Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki á nýju keppnistímabili fara fram 13. og 14. september.

Þrefaldir Evrópumeistarar

Einnig var dregið í tvo átta liða riðla Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki í morgun. Evrópumeistarar síðustu þriggja ára, norska liðið Vipers Kristiansand, hafnaði í B-riðli með Esbjerg, Metz, Rapid Búkarest, FTC, MKS Lubin, Krim Ljubljana og Ikast. Dönsku liðin tvö verða saman í riðli, Esbjerg og Ikast.
Íslendingar koma ekki við sögu í Meistaradeild kvenna á næstu leiktíð.

Flautað verður til leiks í Meistaradeild kvenna laugardaginn 9. september. Að vanda verður leikin tvöföld umferð í riðlunum áður en útsláttarkeppnin hefst þegar komið verður undir næsta vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -