- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar mætast í úrslitaleik í Santo Tirso

Orri Freyr Þorkelsson varð í kvöld meistari með Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -

Íslensku handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Stiven Tobar Valencia mætast í úrslitaleik meistarakeppninni í Portúgal á morgun en lið þeirra, sem eru svarnir andstæðingar í Lissabon, Sporting og Benfica, leiða saman kappa sína. Sporting lagði Porto í undanúrslitum í dag, 35:34, en Benfica hafði betur gegn Madeira, 37:31.


„Við leiddum með sex marka mun í síðari hálfleik áður en hlutirnir fór að falla með þeim. Það er mikill léttir að ná að vinna í lokin,“ sagði Orri Freyr í kvöld í svari við skilaboðum frá handbolta.is. Hann skoraði fimm mörk í leiknum. Francisco Costa skoraði 12 mörk og Martim Costa níu.

Stiven Tobar skoraði tvö mörk fyrir Benfica í sigurleiknum á Madeira.

Leikirnir fara fram í bænum Santo Tirso, rétt norður af Porto. Liðin fjögur sem keppa höfnuðu í fjórum efstu sætum portúgölsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 17 á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -