- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar verða andstæðingar í Evrópudeildinni

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon fagna með samherjum sínum eftir sigur í Evrópudeildinni vor. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Dregið var í morgun í riðla  í Evrópudeildinni í handknattleik karla. Alls voru nöfn 24 liða í skálunum og voru þau dregin í fjóra sex liða riðla. Keppni í deildinni hefst 19. október og stendur yfir fram í mars á næsta ári þegar 16-liða útsláttarkeppni hefst. Leikið verður heima og að heiman á þriðjudögum eins og á síðasta keppnistímabili.

Þýska liðið SC Magdeburg vann keppnina í vor en með liðinu leika Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon.

Magdeburg er m.a. með Kristjáni Erni Kristjánssyni, Donna, og félögum í PAUC frá Frakklandi saman í riðli. Eins verða Lemgo, sem Bjarki Már Elísson leikur með, og GOG frá Danmörku, lið Viktors Gísla Hallgrímssonar, saman í riðli.


Riðlaskiptingin er sem hér segir:

A-riðill:

Bidasoa Irun.

Pfadi Winterthur.

Tatran Presov.

Füchse Berlin.

Orlen Wisla Plock.

Fenix Toulouse Handball.

B-riðill:

HBC Nantes.

Chekhovskie Medvedi.

Cocks.

TBV Lemgo Lippe (Bjarki Már Elísson).

GOG (Viktor Gísli Hallgrímsson).

SL Benfica.

C-riðill:

SC Magdeburg (Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon).

IK Sävehof.

RK Gorenje Velenje.

PAUC Handball (Kristján Örn Kristjánsson, Donni).

BM Logroño La Rioja.

RK Nexe.

D-riðill:

Grundfos Tatabánya KC.

HC Eurofarm Pelister.

AEK Aþena HC.

Sporting CP.

USAM Nimes Gard.

Kadetten Schaffhausen (Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -