- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar voru aðsópsmiklir víðast hvar

Ómar Ingi Magnússon er listamaður á handknattleiksvellinum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleikmenn voru afar áberandi í flestum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld. Þeir skoruðu m.a. 24 mörk og komu flestir mikið við sögu.


Ómar Ingi Magnússon skoraði 10 mörk og átti eina stoðsendingu sem skilaði marki og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fimm marka sigri Þýskalandsmeistara SC Magdeburg á Porto, 41:36, í A-riðli keppninnar. Leikurinn fór fram í Magdeburg og reyndist hin besta skemmtun. Marrhias Musche skoraði einnig 10 mörk fyrir Magdeburg sem var með fimm marka forskot í hálfleik, 22:17.


Bjarki Már Elísson var undantekning frá reglunni um Íslendingana í kvöld. Hann skoraði ekki mark í sigurleik Veszprém á PPD Zagreb, 32:28, í Veszprém í kvöld. Veszprém er annað af tveimur taplausum liðum í keppninni enn sem komið er.


Í þriðja leik kvöldsins í A-riðli vann Dinamo Búkarest liðsmenn Wisla Plock frá Póllandi, 32:27.

Przemyslaw Krajewski leikmaður Wisla Plock fékk boltann í höfuðið þar sem hann stóð í varnarvegg með samherjum sínum í kvöld. Gera varð stutt hlé á leiknum með hugað var að honum. Mynd/EPA

Haukur skoraði 6 mörk


Haukur Þrastarson fékk óvenjumikið að leika með Kielce í kvöld þegar liðið vann Orra Frey Þorkelsson og samherja í norska meistaraliðinu Elverum, 37:33, í Kielce en liðin eru í B-riðli. Haukur skoraði sex mörk og var næst markahæstur. Einnig átti Selfyssingurinn þrjár stoðsendingar sem skiluðu að endingu mörkum.


Orri Freyr Þorkelsson stóð sig einnig vel með Elverum og skoraði m.a. þrjú mörk.


THW Kiel og Barcelona skildu jöfn í öðrum leik kvöldsins í B-riðli, 30:30, í Kiel. Barcelona tapaði þar með stigi í fyrsta sinn í keppninni á leiktíðinni.

Staðan í A-riðli:

Veszprém7610232 – 21113
PSG7601249 – 21712
Magdeburg7412228 – 2139
GOG7313228 – 2267
Dinamo B.7313218 – 2197
Wisla Plock7214197 – 2085
PPD Zagreb7115194 – 2163
Porto7007193 – 2290

Staðan í B-riðli:

Barcelona7610254 – 20813
Kielce7601245 – 22312
Nantes7502246 – 22010
Aalborg7313239 – 2267
Kiel7223239 – 2376
Szeged7205212 – 2324
Celje7106210 – 2452
Elverum7106198 – 2522
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -