- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaslag hefur verið frestað vegna smita

Alexander Petersson og Elvar Örn Jónsson leikmenn Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Sex leikmenn þýska liðsins MT Melsungen eru smitaðir af kórónuveirunni um þessar mundir. Þess vegna hefur viðureign Melsungen og bikarmeistara Lemgo, sem Bjarki Már Elísson leikur með, verið frestað en til stóð að liðin mættust á sunnudaginn í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninni.


Óvíst er hvenær leikurinn fer fram en væntanlega verður það innnan skamms tíma því tímarammi keppninnar er knappur vegna þátttöku liðanna í öðrum mótum.


Þrír Íslendingar leika með MT Melsungen, Alexander Petersson, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Arnar Freyr og Elvar voru í íslenska landsliðinu sem tók þátt í EM í síðasta mánuði. Báðir smituðust þeir af veirunni í herbúðum íslenska landsliðsins á mótinu. Elvar Örn náði tveimur síðustu leikjum Íslands eftir að hafa misst af þremur leikjum í röð vegna veirunnar og einangrunar.

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður og leikmaður MT Melsungen. Mynd/MT Melsungen


Arnar Freyr tók þátt í fjórum fyrstu leikjum Íslands áður en hann var úr leik. Arnar Freyr var útskrifaður áður en hann hélt til Þýskalands um síðustu helgi.


Bjarki Már smitaðist einnig af veirunni á EM. Var það í annað sinn á innan við ári en hann veiktist af covid19.


Talsvert er um smit í Þýskalandi eins og víða annarstaðar. Hafa smitin haft misjöfn áhrif á handknattleiksliðin sem hafa verið að safna vopnum sínum eftir að margir leikmenn sneru til æfinga eftir þátttöku á EM með landsliðum sínum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -