- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaslagur í toppbaráttunni í Noregi

- Auglýsing -

Hörkuspenna er hlaupin í toppbaráttu norsku 1. deildarinnar í handknattleik kvenna eftir leiki 10. umferðar í kvöld. Tvö lið sem íslenskar handknattleikskonur leika með eru í efstu sætunum, Gjerpen HK Skien og Volda. Hvort lið hefur 17 stig en Volda komst upp að hlið Gjerpen í kvöld með sigri á Reistad, 41:26, á heimavelli á sama tíma og Sara Dögg Hjaltadóttir og samherjar í Gjerpen töpuðu á heimavelli fyrir Haslum Bærum Damer, 22:18.

Sara Dögg skoraði fjögur mörk fyrir Gjerpenliðið, þar af þrjú úr vítakasti. Staðan var jöfn í hálfleik 10:10, en botn virðist hafa dottið úr sóknarleik liðsins í síðari hálfleik.

Katrín Tinna Jensdóttir skoraði eitt mark fyrir Volda í kvöld í 15 marka sigrinum á heimavelli í hinni glæsilegu keppnishöll, Volda Campus Sparebank1 Arena, sem tekin var í notkun í vor.


Halldór Stefán Haraldsson heldur að vanda um þjálfun Voldaliðsins og Hilmar Guðlaugsson er honum til halds og trausts eins og áður.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -