- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingatríóið er komið í átta liða úrslit

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslendingatríóið hjá danska úrvalsdeildarliðinu Ribe-Esbjerg fagnaði sigri á Lemvig í dag og um leið sæti í átta lið úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Eftir hörkuleik þá vann Ribe-Esbjerg með tveggja marka mun, 30:28. Þremur mörkum skakkaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 17:14, Ribe-Esbjerg í hag.


Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Ribe-Esbjerg. Arnar Birkir Hálfdánsson náði ekki að skora. Því miður eru upplýsingar um varin skot af skornum skammti. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í marki Ribe-Esbjerg og annar FH-ingur, Daníel Freyri Andrésson, stóð vaktina á milli stanganna í marki Lemvig. Báðir hafa vafalaust staðið sig með sóma þar til annað kemur í ljós.


Færeyingurinn Vilhelm Poulsen, sem lék með Fram tvö síðustu tímabil, var markahæstur hjá Lemvig. Hann skoraði fimm mörk.


Uppfært: Ágúst Elí var með 36% hlutfallsmarkvörslu í marki Ribe-Esbjerg.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -