- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaslagur í umspili

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Silkeborg-Voel. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Framundan er Íslendingaslagur í umspili um keppnisrétt í næst efstu deild danska handknattleiksins. Andrea Jacobsen og samherjar í EH Aalborg mæta Bertu Rut Harðardóttur og félögum í Holstebro håndbold. Eftir tap EH Aalborg í uppgjörinu fyrir Bjerringbro fyrir viku var ljóst að Andrea og samherjar yrðu að treysta á að Holstebro tækist að vinna Bjerringbro í lokaumferðinni í dag til að ná efsta sætinu á nýjan leik.


Þetta gekk ekki upp. Bjerringbro vann Holstebro, 33:27, og hafnar þar með í efsta sæti sem tryggir liðinu sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Berta Rut Harðardóttir leikmaður Holstebro håndbold. Mynd/Holstebro Håndbold


EH Aalborg vann Hellerup, HIK, 33:17, á heimavelli og fékk þar með 40 stig í 22 leikjum eins og Bjerringbro. EH Aalborg stendur lakar að vígi í innbyrðisleikjum og verður þar með að fara í umspil við Holstebro sem hafnaði í þriðja sæti. Sigurliðið úr þeirri rimmu mætir neðsta liðinu í umspili neðstu liða úrvalsdeildarinnar. Fyrsti umspilsleikur EH Aalborg og Holstebro verður 15. apríl.

Tap EH Aalborg fyrir TMS Ringsted í fyrstu umferð deildarinnar reyndist dýrt þegar upp er staðið.


Andrea skoraði þrjú mörk fyrir EH Aalborg í leiknum í dag.


Berta Rut skoraði tvö mörk fyrir Holstebro í leiknum við Bjerringbro.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -