- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslensku piltarnir leika til úrslita í kvöld – unnu Slóvena eftir vítakeppni

Eldhressir eftir sigurinn á Slóvenum í undanúrslitum í hádeginu. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri leikur í kvöld til úrslita á Sparkassen Cup mótinu í Merzig í Þýskaland. Íslensku piltarnir unnu Slóvena eftir háspennuleik og vítakeppni í dag, 33:32, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 15:12. Leikið verður við þýska landsliðið í úrslitaleiknum.


Piltarnir voru undir nánast allan leikinn en með mikilli baráttu tókst þeim að jafna á lokamínútunni og unnu svo magnaðan sigur. Jens Sigurðarson varði síðasta vítakast Slóvena. Hann fékk skotið í andlitið og Slóveninn sem tók vítakastið fékk rakleitt rautt spjald.

Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 50 mínútum, 25:25. Þess vegna varð að grípa til vítakeppni svo hrein úrslit fengjust.

Fyrir stundu lauk hinni viðureign undanúslita. Þjóðverjar mörðu sigur á landsliði Sviss, 23:22, eftir að stigin var krappur dans síðustu mínútuna.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á úrslitaleikinn gegn vægu gjaldi á eftirfarandi slóð:

https://handball-globe.tv/sparkassencup merzig/games/g/3f2w8gd3


Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 11, Dagur Árni Heimisson 5, Stefán Magni Hjartarson 5, Jens Bragi Bergþórsson 4, Antoine Óskar Pantano 3, Garðar Ingi Sindrason 2, Harri Halldórsson 2, Hugi Elmarsson 1.

Óskar Þórarinsson varði 6 skot og Jens Sigurðarson 4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -