- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íþróttamaður, lið og þjálfari ársins útnefnd í kvöld

Þrír af fjórum handknattleiksmönnum sem voru á lista tíu efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 2021, f.v. Bjarki Már Elísson, Ómar Ingi Magnússon, Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Aron Pálmarsson var sá fjórði á tíu manna listanum fyrir ári en hann var fjarverandi þegar afhendingin fór fram. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna verður lýst í 67. sinn í kvöld í Hörpu. Einnig verður greint frá niðurstöðum félaga í samtökunum í kjöri á þjálfara ársins og á liði ársins.

Félagar í Samtökum íþróttafréttamanna eru 31 og tóku þeir allir þátt í kjörinu að þessu sinni. Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins 2022 verður lýst í Hörpu 29. desember. Sýnt verður beint frá hófinu á RÚV og hefst útsending klukkan 19.40.

Gísli, Ómar og Viktor

Þrír handknattleiksmenn eru á meðal þeirra sem koma til greina í kjöri á íþróttamanni ársins 2022. Þeir eru: Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Þýskalandsmeistara Magdeburg, Ómar Ingi, leikmaður Þýskalandsmeistara Magdeburg, og Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes í Frakklandi.


Ómar Ingi var kjörinn Íþróttamaður ársins 2021 og varð níundi handknattleiksmaðurinn til þess að hreppa nafnbótina.

Karlalandsliðið og Valur

Tvö handknattleikslið eru á meðal fjögurra efstu í kjöri á liði ársins, Íslands- og bikarmeistarar Vals í karlaflokki og karlalandslið Íslands.

Guðmundur, Snorri og Þórir

Þrír handknattleiksþjálfarar eru meðal þeirra fjögurra efstu í kjöri á þjálfara ársins 2022; Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla og danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia Håndboldklub, Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals og Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna en lið hans varði Evrópumeistaratitil sinn í nóvember.


Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð:
Anton Sveinn McKee, sund.
Elvar Már Friðriksson, körfubolti.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti.
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf.
Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir.
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar.
Ómar Ingi Magnússon, handbolti.
Sandra Sigurðardóttir, fótbolti.
Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti.
Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti.

Þrjú efstu í kjöri á liði ársins:
Íslenska karlalandsliðið í handbolta.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.
Valur, meistaraflokkur karla í handbolta

Efstu fjórir í kjöri á þjálfara ársins:
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta.
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta.

Íþróttamenn ársins úr röðum handknattleiksfólks:
1964 - Sigríður Sigurðardóttir, Val.
1968 - Geir Hallsteinsson, FH.
1989 - Alfreð Gíslason, Bidasoa.
1997 - Geir Sveinsson, Montpellier.
2002 - Ólafur Stefánsson, Magdeburg.
2003 - Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2006 - Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach.
2008 - Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2009 - Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2010 - Alexander Petersson, Füchse Berlin.
2012 - Aron Pálmarsson, THW Kiel.
2021 - Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.

Síðan félagar í Samtökum íþróttamanna hófu að kjósa lið ársins árið 2012 hefur handknattleikslið aldrei orðið fyrir valinu.

Þjálfarar ársins úr röðum handknattleiksþjálfara:
2012 - Alfreð Gíslason, þjálfari THW Kiel.
2103 - Alfreð Gíslason, þjálfari THW Kiel.
2016 - Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands.
2018 - Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar.
2021 - Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -