- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jacobsen gefur stjörnum landsliðsins frí

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari heimsmeistara Dana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nokkrar helstu stjörnur heimsmeistaraliðs Dana í handknattleik karla fá frí frá landsliðinu þegar Danir mæta landsliðum Sviss og Finnlands í síðustu leikjum Dana í undankeppni EM sem fram fara í kringum mánaðarmótin.
Má þar m.a. nefna Mikkel Hansen, Niklas Landin, Henrik Møllgaard og Lasse Svan. Mikið álag hefur verið á þeim að undanförnu auk þess sem framundan eru átta liða úrslit í Meistaradeild Evrópu þar sem þeir verða allir í eldlínunni. Þá voru tveir þeirra frá keppni um skeið nýverið vegna kórónuveirunnar.


Í staðinn valdi Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari yngri og lítt reyndari leikmenn í landsliðshópinn s.s. Aaron Mensing hjá Holstebro og Mads Hoxer leikmann Mors-Thy sem ekki hafa verið valdir áður. Einnig eru Jacob Lassen og Patrick Wiesmach kallaðir inn í hópinn en nokkuð er síðan þeir voru í valdir í danska landsliðið.


Danir eru öruggir um sæti í lokakeppni EM. Þeir mæta landsliði Sviss í Zürich 28. apríl og finnska landsliðinu í Árósum 2. maí.


Markverðir:
Jannick Green, SC Magdeburg
Emil Nielsen, HBC Nantes
Kevin Møller, FC Barcelona
Hornamenn:
Magnus Landin, THW Kiel
Emil Jakobsen, GOG
Johan Hansen, TSV Hannover-Burgdorf
Patrick Wiesmach, Leipzig
Línumenn:
Henrik Toft Hansen, Paris Saint-Germain Handball
Magnus Saugstrup, Aalborg Håndbold
Simon Hald, SG Flensburg-Handewitt
Skyttur og miðjumenn:
Mads Mensah, SG Flensburg-Handewitt
Morten Olsen, GOG
Jacob Holm, Füchse Berlin
Lasse Andersson, Füchse Berlin
Aaron Mensing, TTH Holstebro
Mathias Gidsel, GOG
Mads Hoxer Hangaard, Mors-Thy Håndbold
Jacob A. Lassen, Bjerringbro-Silkeborg Håndbold

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -