- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jafnt í Íslendingaslag

Janus Daði Smárason í leik með Göppingen. Mynd/Göppingen
- Auglýsing -

Jafntefli varð í viðureign Íslendingaliðanna Göppingen og MT Melsungen í þýsku 1. deildinni í handknattleik en leikið var á heimavelli Göppingen. Leikmenn Melsungen er sennilega vonsviknir að hafa ekki farið með bæði stigin í farteskinu heim að leikslokum því þeir voru tveimur mörkum yfir, 26:24, þegar innan við tvær mínútur voru til leiksloka.


Janus Daði Smárason skoraði ekki mark í leiknum fyrir Göppingen. Hann átti tvö markskot.

Elvar Örn Jónsson skoraði í tvígang fyrir Melsungen í þremur tilraunum. Alexander Petersson skoraði eitt mark í þremur skotum. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark. Hann var á hinn bóginn aðsópsmikill í vörn Melsungen með þeim afleiðingum að vera þrisvar sinnum vísað af leikvelli. Arnar Freyr lék þar af leiðandi ekki með síðasta stundarfjórðung leiksins.


Füchse Berlin vann Hannover-Burgdorf, 25:22, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Heiðar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Með sigrinum komst Füchse Berlín í efsta sæti deildarinnar. Berlínarliðið er stigi fyrir ofan SC Magdeburg en hefur leikið einum leik fleira.


Erlangen vann nýliða TuS N-Lübbecke, 21:20, á útivelli.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -