- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jakob vann stórsigur í Íslendingauppgjöri

Jakob Lárusson þjálfari Kyndils í Þórshöfn. Mynd/Facebook
- Auglýsing -

Jakob Lárusson hafði betur í uppgjöri íslensku þjálfaranna í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna þegar lið hans, Kyndill, vann EB frá Eiði, 35:19. Leikurinn fór fram í gær á heimavelli EB, Høllin við Streymin, og var hluti af fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.


Kristinn Guðmundsson er þjálfari EB sem var nýliði í deildinni á síðasta keppnistímabili. Jakob var ráðinn þjálfar Kyndilsliðsins í sumar.


Eins og úrslitin gefa til kynna hafði liði Jakobs talsverða yfirburði í leiknum. Að loknum fyrri hálfleik var sjö marka munur, 15:8, Kyndli í hag. Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, var markahæst hjá Kyndli með sjö mörk.


Í ungu liði EB var Nukaaka Petrussen Lyberth markahæst með sjö mörk.

Heimasíða færeyska handknattleikssambandsins liggur niðri þegar þetta er skrifað og þar með ekki hægt að skoða hvenær Kyndill og EB eiga næst leik í deildinni. Sennilegt er að það verði eftir viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -