- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Janus og Ómar sóttu tvö stig til Kiel

Janus Daði Smárason landsliðsmaður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg tylltu sér á topp þýsku 1. deildarinnar í kvöld þegar þeir unnu THW Kiel örugglega, 33:26, á heimavelli Kiel í stórleik 19. umferðar. Magdeburg var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Liðið hefur þar með náð í 34 stig úr leikjunum 19 og er tveimur stigum á undan Füchse Berlin sem á leik inni gegn Flensburg á heimavelli annað kvöld.

Þegar á leið leikinn í Kiel í kvöld var ljóst að Magdeburgliðið var talsvert sterkara og betur mannað. Markvarslan var í molum hjá Kiel og ljóst að stórveldi þýska handboltans á síðustu 20 árum má muna sinn fífil fegri.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg, þar af eitt úr vítakasti. Hann átti ennfremur fimm stoðsendingar. Janus Daði Smárason skoraði þrisvar og átti fjórar stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki með vegna meiðsla.

Tim Hornke skoraði níu mörk og var markahæstur hjá Magdeburg. Niclas Ekberg skoraði sex sinnum fyrir Kiel.

Elliði Snær Viðarsson virðist lítið hafa komið við sögu þegar Gummersbach tapaði fyrir Hannover-Burgdorf á útivelli, 32:29, í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach er í áttunda sæti. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdof. Liðið er sjötta sæti, fimm stigum á eftir Kiel sem situr í fimmta sæti.

Grannliðin í suðurhluta Þýskalands, Göppingen og Stuttgart gerðu jafntefli, 25:25. Wetzlar heldur áfram að gera það gott. Liðið vann Eiseanch, 31:30, á heimavelli.

Viðureign Rhein-Neckar Löwen og Bergischer HC var frestað.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -