- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Janus og Sigvaldi hafa skrifað undir hjá Kolstad

Janus Daði Smárason flytur til Noregs á næsta sumri. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson hafa samið við norska úrvalsdeildarliðið Kolstad. Félagið staðfesti það í dag. Ganga þeir til liðs við félagið á næsta sumri. Janus frá Göppingen og Sigvaldi Björn frá Kielce í Póllandi.

Sigvaldi Björn Guðjónsson þekkir vel til í norskum handknattleik. Mynd /EPAEinnig var upplýst í dag að Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Abelvik Rød og Magnus Gullerud ganga til liðs við Kolstad. Sagosen og Rød verða liðsmenn Kolstad sumarið 2023 þegar samningar þeirra við Kiel annarsvegar og Flensburg hinsvegar ganga út.

Koma þessa hóps handknattleiksmanna til Kolstad hefur legið í loftinu undanfarnar vikur. Kolstad er frá Þrándheimi en Sagosen er fæddur og uppalinn á þeim slóðum í Noregi.


Forráðamenn Kolstad eru stórhuga og ætla sér að byggja upp eitt besta félagslið Evrópu á næstu árum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -