- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Japanskur markvörður undir smásjá á Nesinu

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Japanskur markvörður, Shuhei Narayama, mun vera undir smásjá Róberts Gunnarssonar þjálfara Gróttu og forráðamanna félagsins. Svo segir Arnar Daði Arnarsson handboltaþjálfari og sérfræðingur á Twitter í dag.

Daníel Andri Valtýsson, einn þriggja markvarða Gróttu á síðasta tímabili, gekk í sumar til liðs við nýliða Víkings. Þar af leiðandi er talin vera þörf á að fá markvörð til þess að standa vaktina með Einari Baldvin Baldvinssyni sem verið hefur aðal markvörður Gróttu síðustu ár.


Grótta hefur ágæta reynslu af veru Japana hjá liði félagsins. Hornamaðurinn Akimasa Abe kvaddi eftir tveggja ára veru. Þar áður var landi hans Satoru Goto í eitt ár á Nesinu. Japanski landsliðsmarkvörðurinn, Sakai Motoki, lék með Val í tvö ár, frá 2021 til 2023.

Bætist í hópinn

Grótta hefur þegar krækt í Andra Fannar Elísson, Ágúst Inga Óskarsson og Gunnar Dan Hlynsson frá Haukum fyrir næsta tímabil. Andri Fannar kemur á lánasamningi. Þá herma óstaðfestar fregnir að Ólafur Brim Stefánsson hafi áhuga á að klæðast Gróttutreyjunni á nýjan leik eftir að hafa rift samningi við Fram á dögunum.

Hættir og farnir

Auk Daníels Andra markvarðar hafa Andri Þór Helgason og Birgir Steinn Jónsson kvatt Gróttu og gengið til liðs við bikarmeistara Aftureldingar, Þorgeir Bjarki Davíðsson er hættur og Abe fluttur heim til Japan. Daninn Theis Kock Søndergard kemur ekki á nýjan leik. Hann mun hafa samið við þýskt lið í neðri deildum til að leika með samhliða námi í Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -