- Auglýsing -
Unglingalandsliðsmaðurinn Jason Stefánsson leikur ekkert með ÍBV á næsta keppnistímabili. Hann sleit krossband í hné á æfingu hjá U19 ára landsliðinu í síðasta mánuði, skömmu áður en landsliðið fór til þátttöku á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. Jason staðfestir ótíðindin við Handkastið.
Þar með er einnig ljóst að Jason verður ekki í U19 ára landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í næsta mánuði.
Jason skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV í vor.
- Auglýsing -