- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jóhannes Berg flytur til Arnórs á Jótlandi í sumar

Jóhannes Berg Andrason hefur skrifað undir samning við TTH Holstebro í Danmörku. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Jóhannes Berg Andrason leikmaður FH gengur til liðs við danska félagið TTH Holsterbro á Jótlandi að loknu þessu tímabili. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins er þjálfari TTH Holstebro en liðið er í níunda til tíunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Samningur Jóhannesar Bergs við Holstebro er til þriggja ára og var greint frá komu hans á heimasíðu félagsins í gær og ljóst að handbolti.is hefur sofið á verðinum.


Jóhannes Berg sem leikið hefur með FH síðustu þrjú ár og varð Íslands- og deildarmeistari með félagi á síðasta. Hann lék upp yngri flokka með Víkingi.

Í Olísdeildinni í vetur hefur Jóhannes Berg skoraði 107 mörk og átt 72 stoðsendingar samkvæmt tölfræði HBStatz. Hann fór m.a. á kostum í vikunni þegar FH vann Hauka á Ásvöllum, 28:25, og skoraði 12 mörk.

Í gegnum árin hefur Jóhannes Berg átt sæti í yngri landsliðum Íslands og var m.a. í bronsliðinu á HM 21 árs landsliða sumarið 2023.


Næsti leikur Jóhannesar Berg með FH verður gegn Aftureldingu í Kaplakrika á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -