- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jovanovic hefur kvatt ÍBV

Marija Jovanovic leikur ekki fleiri leiki með ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Serbenska handknattleikskonan Marija Jovanovic leikur ekki fleiri leiki með ÍBV. Hún hefur komist að samkomulagi um starfslok hjá félaginu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV óskaði hún eftir af persónulegum ástæðum að fá samningi sínum við ÍBV rift. Stóðu forráðamenn handknattleiksdeildar ÍBV ekki í vegi fyrir að mæta óskum hennar.


Jovanovic kom til liðs við ÍBV sumarið 2021 og hefur síðan leikið stórt hlutverk hjá liðinu sem lék m.a. til undanúrslita í Olísdeild kvenna og í bikarkeppninni á síðasta keppnistímabili auk þess sem ÍBV komst alla leið í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar.


Jovanovic skoraði 86 mörk í 20 leikjum Olísdeildar leiktíðina 2021/2022 en hefur ekki verið jafn aðsópsmikil á yfirstandi leiktíð og skoraði 16 mörk í níu leikjum. Hún hefur verið viðloðandi serbneska landsliðið og var m.a. í landsliðshópnum sem tók þátt í HM 2021 á Spáni.


ÍBV situr í þriðja sæti Olísdeildar kvenna með 14 stig eftir níu leiki og sækir efsta lið deildarinnar, Val, heim á morgun.


Staðan og næstu leikir Olísdeildar kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -