- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA hefur greitt fyrir Nicolai – verður klár í slaginn gegn HK

Þungur fargi er létt af KA-mönnum eftir samkomulag náðist um norska markvörðinn. Ólafur Gústafsson, Jens Bragi Bergþórsson, Patrekur Stefánsson, Ragnar Snær Njálsson og fleiri KA-menn fagna í síðasta leik liðsins á heimavelli. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Norski markvörðurinn Nicolai Horntvedt Kristensen verður klár í slaginn þegar KA sækir HK heim í Olísdeild karla í handknattleik á fimmtudagskvöld. Hann hefur fengið félagaskipti eftir að samkomulag náðist á milli KA og norska félagsins Nøtterøy um greiðslur uppeldisbóta.

Uppfært: Samkvæmt upplýsingum sem handbolta.is bárust í hádeginu mun samkomulagið vera á milli KA og norska handknattleikssambandsins, ekki á milli KA og Nøtterøy. Uppeldisfélag Nicolai er Runar í Sandefjord. Það tengist heldur ekki þessu samkomulagi.


HSÍ hefur staðfest félagsskiptin og gefið út leikheimild fyrir markvörðinn sem samdi við KA í sumar. Félagaskiptin eru skráð á félagaskiptavef HSÍ.

Samkvæmt heimildum handbolti.is náðist samkomulag á milli félaganna um að KA greiddi fimmta hluta af upphaflegri kröfu Nøtterøy, þ.e. 3.000 evrur, sem jafngildir um 450 þúsund krónum.


Mikil umræða skapaðist í Handkastinu sem fór í loftið í gærkvöld um kröfu norska liðsins um að fá 15.000 í uppeldisbætur frá KA fyrir Nicolai. Krafan hefur komið í veg fyrir þátttöku hans í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins í Olísdeildinni.

Leikur HK og KA í 3. umferð Olísdeildar fer fram í Kórnum, annað kvöld, fimmtudaginn og hefst klukkan 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -