- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA, Selfoss og Fram í undanúrslit – úrslit dagsins

Bruno Bernat, markvörður KA, fór á kostum í markinu í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA leikur í fyrsta sinn í undanúrslitum bikarkeppnini HSÍ undir eigin merkjum í 18 ár fimmtudaginn 10. mars. KA vann Hauka á heimavelli í dag í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins karla með tveggja marka mun, 28:26, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir, 15:11, að loknum fyrri hálfleik.


KA var reyndar annar hluti liðs Akureyrar handboltafélags sem lék í undanúrslitum keppninnar 2011 og aftur 2013. Akureyri handboltafélag lék til úrslita 2011.

Síðast í undanúrslitum 2018

Selfoss komst einnig í undanúrslit Coca Cola-bikarsins í karlaflokki með fimm marka sigri á ÍBV í Set-höllinni á Selfossi, 33:28. Selfoss lék síðast í undanúrslitum keppninnar fyrir fjórum árum.


Heimamenn voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Í hálfleik var þriggja marka munur, 15:12, en um miðjan síðari hálfleik var forskot Selfossliðsins sex mörk, 26:19. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að saxa á forskot Selfossliðsins og tókst að minnka muninn í tvö mörk, 29:27. Nær komust þeir ekki.

Berand fór á kostum

Bruno Bernat, markvörður KA, fór á kostum annan leikinn í röð þegar KA vann Hauka á heimavelli. Hann varði 18 skot, 42%, markvörslu og var stöðugur frá upphafi til enda leiksins.


Haukar voru allan leikinn í eltingaleik við KA-mennina sem kunnu vel við sig í troðfullu KA-heimilinu í rífandi góðri stemningu. Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum í sóknarleiknum og Ólafur Gústafsson stjórnaði varnarleik KA eins og herforingi.

Auk KA og Selfoss er Valur einnig kominn í undanúrslit Coca Cola-bikarsins í karlaflokki.

Í undanúrslit í 29. sinn

Fram komst í 29. sinn í undanúrslit í kvennaflokki í Coca Cola-bikarnum með öruggum sigri á ÍR, 32:16, í Austurbergi. Staðan Framliðsins var orðin afar sterk strax að loknum fyrri hálfleik þegar liðið var með 11 marka forskot, 18:7.


KA – Haukar 28:26 (15:11).
Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 10/2, Allan Norðberg 6, Patrekur Stefánsson 5, Jón Heiðar Sigurðsson 2, Einar Birgir Stefánsson 1, Bruno Bernat 1, Haraldur Bolli Heimisson 1, Arnór Ísak Haddsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 18, 41,9%.
Mörk Hauka: Ihor Kopyshynskyi 5, Darri Aronsson 5, Heimir Óli Heimisson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Gunnar Darri Hlynsson 1, Geir Guðmundsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11, 31,4 % – Stefán Huldar Stefánsson 0.

ÍBV – Selfoss 33:28 (15:12).
Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 7, Einar Sverrisson 6, Hergeir Grímsson 6/1, Richard Sæþór Sigurðsson 5, Atli Ævar Ingólfsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Trygvvi Þórisson 1, Ísak Gústafsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 15, 35,7% – Sölvi Ólafsson 1/1, 50%.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4/1, Dagur Arnarsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Rúnar Kárason 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Dánjal Ragnarsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 2, Sveinn Jose Rivera 2, Arnór Viðarsson 2.
Varin skot: Petar Jokanovic 10, 29,4% – Björn Viðar Björnsson 5, 38,5%.

ÍR – Fram 16:32 (7:18).
Mörk ÍR: Ksenija Dzaferovic 5, Hildur María Leifsdóttir 4, Anna María Aðalsteinsdóttir 2, María Leifsdóttir 2, Karen Tinna Demian 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Stefanía Ósk Hafberg 1.
Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 6, Emma Olsson 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1.

Einn leikur er eftir í kvöld í átta liða úrslitum. Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs fá leikmenn HK í heimsókn. Viðureign liðanna hefst í KA-heimilinu kl. 19.30 og verður fylgst með henni á bikarvaktinni á handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -