- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór er Íslandsmeistari í fyrsta sinn – myndir, myndskeið

Íslandsmeistarar KA/Þórs í handknattleik kvenna 2021. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í handknattleik kvenna í fyrsta sinn eftir sigur á Val í öðrum úrslitaleik liðanna í Origohöllinni við Hlíðarenda, 25:23, í hörkuleik. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið frá Akureyri vinnur Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. Um leið eru 19 ár liðin síðan Íslandsbikarinn í handknattleik fór norður á Akureyri en karlalið KA varð síðast meistari vorið 2002.

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Þar með hefur KA/Þórsliðið unnið alla bikarana í kvennahandknattleik á þessu tímabili. Liðið vann Olísdeildina í síðasta mánuði og Meistarakeppni HSÍ í byrjun september.

KA/Þór var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10. KA/Þór var með yfirhöndina og frumkvæðið í leiknum frá upphafi til enda.


Aðeins einn leikmaður KA/Þórsliðsins hefur áður orðið Íslandsmeistari en það er Martha Hermannsdóttir en hún vann titilinn með Haukum á námsárum sínum í Reykjavík fyrir all mörgum árum síðan.

Ellefu af fjórtán leikmönnum liðsins eru uppaldir leikmenn hjá KA og Þór.
Þjálfari liðsins er Andri Snær Stefánsson. Honum til aðstoðar er Sigþór Árni Heimisson. Andri Snær tók við þjálfun liðsins fyrir keppnistímabilið.


Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 9/4, Auður Ester Gestsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Lilja Ágústsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 9, 32,1%.
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 6/5, Aldís Ásta Heimisdóttir 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 4, 15,4%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -