- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór fékk ítalskt lið

Aldís Ásta Heimisdóttir og félagar í KA/Þór mæta Salerno frá Ítalíu í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA/Þór leikur við ítalska liðið Jomi Salerno í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna en dregið var í morgun. Jomi Salerno var dregið fyrr upp úr glerskálunum í höfuðstöðvum Handknattleikssamband Evrópu, EHF, og þar með verður fyrri leikurinn á Ítalíu komi til þess að liðin leiki heima og að heiman.

Ráðgert er að fyrri umferð 3. umferðar Evrópubikarkeppninnar fari fram helgina 14. og 15. nóvember og sú síðari viku síðar.

Þetta verður í fyrsta sinn sem KA/Þór tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða.

Alls eru 32 lið eftir í keppninni og var þeim stillt upp í fjóra hópa og voru Jomi Salerno og KA/Þór í fyrsta og öðrum hópi liða sem dregið var um.

Jomi Salerno sat yfir í annarri umferð keppninnar eins og KA/Þór.

Lið Jomi Salerno sem mætir KA/Þór í Evrópubikarkeppninni í næsta mánuði. Mynd/heimasíða Jomi Salerno

Evrópubikarkeppnin hefur komið í stað Áskorendakeppni Evrópu.

Fram til þess á leiktíðinni hafa íslensk félagslið, karla, – og kvennalið Vals og karlalið Aftureldingar dregið sig út úr Evrópukeppni félagsliða vegna kórónuveirunnar.

Eftirfarandi lið voru dregin saman í 32-liða úrslitum:

Alì-Best Espresso Mestrino (Ít.) – HC Lokomotiva Zagreb (Kró.)
Rincon Fertilidad Malaga (Sp.) – Wiener Neustadt (Aus.)
Club Balonmano Atletico Guardes (Sp.) – LK Zug Handball (Sviss)
Club Balonmano Elche (Sp.) – KH-7 BM. Granollers (Sp.)
JuRo Unirek VZV (Hol.) – SPONO Eagles (Sviss)
Jomi Salerno (Ít.) – KA/Þór
Rocasa Gran Canaria (Sp.) – Colegio de Gaia/Colgaia-Toyota (Por.)
DHC Slavia Praha (Té.) – Handball Kaerjeng (Lúx.)
ZORK Jagodina (Ser.) – ZRK Bjelovar (Kró.)
Muratpasa Belediyesi SK (Tyr.) – KHF Ferizaj (Kós.)
HC Galychanka Lviv (Úkr.) – ZRK Kumanovo (N-Mak.)
HZRK Grude (B&H) – ORK Rudar (Sva.)
COR Victoria-Berestie (Hv.R.) – KHF Istogu (Kós.)
ZRK Naisa Nis (Ser.) – Azeryol HC (Aser.)
Yalikavaksports Club (Tyr.) – Izmir BSB SK (Tyr.)
Kavallieri RS2 (Mal.) – A.C. PAOK (Gri.)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -