- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór hefur samið við brasilíska konu – leikheimild er í höfn

Andri Snær Stefánsson ánægður með nýjum leikmanni KA/Þórs, Nathalia Soares Baliana. Mynd/KA
- Auglýsing -

Brasilíska handknattleikskonan Nathalia Soares Baliana hefur samið við KA/Þór og fengið leikheimild hjá HSÍ, eftir því sem fram kemur á félagaskiptavef HSÍ. Reikna má með að Baliana gangi rakleitt inn í leikmannahóp KA/Þórs og verði hugsanlega með gegn Stjörnunni í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í TM-höllinni í kvöld. Baliana verður fyrsta brasilíska konan til þess að leika í efstu deild hér á landi.


Baliana stendur á tvítugu og leikur í stöðu skyttu vinstra megin í sókn. Hún hefur síðustu tvö ár leikið með Maiastars í Portúgal, alls 54 leiki og skorað í þeim 162 mörk samkvæmt upplýsingum á veraldarvefnum. Á heimasíðu KA kemur fram að Baliana hafi leikið æft með KA/Þór síðustu vikur.


Einnig er vitað að Baliana lék með U20 ára landsliði Brasilíu í Suður-Ameríkukeppninni í lok mars á þessu ári. Baliana virðist ekki hafa verið með brasilíska landsliðinu sem tók þátt í HM í Slóveníu í lok júní og í byrjun júlí í sumar.


Baliana er fimmti handknattleiksmaðurinn frá Brasilíu til að semja við íslensk handknattleikslið á skömmum tíma. Fjórir brasilískir karla hafa samið við Hörð á Ísafirði. Þar af er einn kominn með leikheimild og tekið þátt í tveimur leikjum.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -