- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór, Víkingar og Hörður blésu á spár

Nýkrýndir deildarmeistarar í Olísdeildinni, KA/Þór, hafa oft haft ástæðu til að fagna á síðustu mánuðum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Áður en flautað er til leiks Íslandsmótsins er á hverju ári gerð til gamans spá um hver niðurstaðan verði í deildarkeppninni sem framundan er. Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna taka þátt og er niðurstaðan kynnt rétt áður en keppni hefst. Þetta er gert til gamans en getur vissulega gefið ákveðnar vísbendingar.


Nú þegar keppni er lokið í þremur af þeim fjórum deildum sem spáð var fyrir um niðurstöðu í byrjun september er ekki úr vegi að líta á spána frá í haust og bera hana saman við niðurstöðuna.

Ljóst er að árangur deildarmeistara KA/Þórs í Olísdeild kvenna hefur farið langt fram úr vonum þeirra sem spáðu. Liðinu var spáð fimmta sæti en niðurstaðan varð sú að KA/Þór endaði í efsta sæti. Fram sem var spáð efsta sæti varð að gera sér annað sætið að góðu.

Í Grill 66-deild karla komu Víkingar öllum á óvart. Þeir höfnuðu í öðru sæti í deildinni og voru jafnir efsta liðinu og deildarmeisturum HK, að stigum. Fáir reiknuðu með að Jón Gunnlaugur Viggósson og félagar yrði í fremstu röð því þeim var spáð 7. sæti. Meiri vonir voru gerðar við leikmenn Kríu en innistæða var fyrir.


Nýliðar Harðar í Grill 66-deildinni blésu á allar spár. Þeim var spáð falli en niðurstaðan var áttunda sæti og keppnisréttur í undanúrslitum umspilsins.


Hér fyrir neðan er samantekt af spánni og niðurstöðunni í deildunum þremur, Olísdeild kvenna og Grill 66-deild karla og kvenna. Þar sem keppni er ekki lokið í Olísdeild karla er spáin ekki birt en eins og staðan er nú virðast hún hafa gengið nokkuð vel eftir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -