- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA vann mikilvægt stig í hörkuleik á Varmá

Árni Bragi Eyjólfsson markakóngur Olísdeildarinnar 2020/2021 er einn þeirra sem færir sig um set í sumar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -

KA-menn unnu mikilvægt stig í baráttu sinni fyrir þátttökurétt í úrslitakeppni Olísdeildar karla þegar þeir náðu jafntefli við Aftureldingu, 27:27, á Varmá dag. Aftureldingarliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var með tveggja til fjögurra marka forskot í síðari hálfleik, allt þar til á endasprettinum að KA-liðið skoraði fjögur af síðustu fimm mörkunum.

Afturelding er í sjöunda sæti eftir leikinn með 20 stig eftir 19 leiki eins og KA sem hefur leikið einni viðureign færra. Fram er með 18 stig í níunda sæti að loknum 19 leikjum. Stutt er í liðin fyrir ofan og ljóst að hörð keppni verður á lokasprettinum um síðustu sætin í úrslitakeppnina.

Einn fluttur á sjúkrahús

Talsverð harka var í leiknum að Varmá í dag. Þorsteinn Leó Gunnarsson, stórskyttan unga hjá Aftureldingu, fékk að finna fyrir henni. Eftir því sem fram kemur í samtali Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar við Vísi, þá var Þorsteinn fluttur spítala til skoðunar. Gunnar var óhress með dómara leiksins í fyrrgreindu viðtali við Vísi. Hann segir þar m.a. að það eigi að vera hlutverk dómara að vernda leikmenn.


Mörk Aftureldingar: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7/3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 6, Blær Hinriksson 5, Bergvin Þór Gíslason 4, Guðmundur Árni Ólafsson 3, Þrándur Gíslason Roth 1, Einar Ingi Hrafnsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 9, 34,6% – Björgvin Franz Björgvinsson 2, 16,7%.
Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 8/1, Patrekur Stefánsson 7, Áki Egilsnes 5, Einar Birgir Stefánsson 4, Andri Snær Stefánsson 1, Ólafur Gústafsson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 7, 24,1% – Bruno Bernat 1, 16,7.
Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -