- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA vann slag ungmennaliðanna

Skarphéðinn Ívar Einarsson gengur til liðs við Hauka í sumar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ungmennalið KA lagði ungmennalið Vals, 33:28, í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 17:17. Liðin sigla lygnum í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Valur er með 14 stig en KA þremur stigum á eftir. Valspiltar eiga leik til góða við ungmennalið Hauka sem situr í sjötta sæti.

Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku KA-menn af skarið snemma í síðari hálfleik og náðu góðu forskoti sem var mest sex mörk, 27:21, um miðjan hálfleikinn. Valsarar bitu aðeins frá sér á kafla en það dugði skammt.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk KA U.: Skarphéðinn Ívar Einarsson 9, Logi Gautason 6, Jens Bragi Bergþórsson 4, Ernir Elí Ellertsson 3, Aron Daði Bergþórsson 3, Leó Friðriksson 3, Kristján Gunnþórsson 2, Jónsteinn Helgi Þórsson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 7, Óskar Þórarinsson 5.

Mörk Vals U.: Daníel Örn Guðmundsson 7, Tómas Sigurðarson 5, Hlynur Freyr Geirmundsson 4, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 4, Matthías Ingi Magnússon 2, Loftur Ásmundsson 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Stefán Pétursson 1, Gabríel Kvaran 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 7, Jens Sigurðarson 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -