- Auglýsing -

Kablouti mun vera á leiðinni frá Aftureldingu

Hamza Kablouti leikur ekki fleiri leiki í Olísdeildinni á þessari leiktíð, hið minnsta. Mynd/Raggi Óla

Fransk/túníski handknattleiksmaðurin Hamza Kablouti leikur ekki fleiri leiki með Aftureldingu á þessu ári samkvæmt heimildum handbolta.is. Yfirgnæfandi líkur eru á að hann verði lánaður til Víkings. Vonir standa til þess að lánasamningur milli félaganna liggi fyrir í dag eða á morgun.


Víkingar þurfa nauðsynlega á liðsstyrk að halda enda er liðið í harðri fallbaráttu og án stiga eftir átta leiki. Ekki síst þarf Víkingur á styrkingu að halda í sóknarleiknum þar sem kostir Kablouti munu helst liggja.

Kablouti kom til Aftureldingar fyrir keppnistímabilið frá franska liðinu Ivry. Hann hefur aldrei náð að sýna sitt rétta andlit og aðeins skorað 12 mörk í sjö leikjum. Fyrir vikið hefur hlutverk hans í liðinu dregist jafnt og þétt saman. Þess utan hefur Afturelding upp á síðkastið endurheimt leikmenn til baka úr meiðslum.

Kablouti er samningsbundinn Aftureldingu út keppnistímabilið enda stendur til að óbreyttu að hann komi aftur í herbúðir Aftureldingar á nýju ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -