- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kærkominn sigur hjá Daníel Þór

Daníel Þór Ingason. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Daníel Þór Ingason og samherjar í Balingen-Weilstetten sýndu hvað í þeim býr í dag er þeir unnu góðan sigur á Bergischer HC í þýsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli, 30:28. Eftir fremur erfiðar vikur þá var sigurinn í dag afar kærkominn um leið og hann lyftir liðinu, a.m.k. í bili upp úr öðru af fallsætum deildarinnar.


Daníel Þór tók mikinn þátt í leiknum, jafnt í vörn sem sókn. Hann skoraði tvö mörk í þremur skotum, átti tvær stoðsendingar og var auk þess vísað af leikvelli einu sinni.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum fyrir Bergischer HC.


Önnur úrslit í þýsku 1. deildinni í dag:
THW Kiel – Hannover-Burgdorf 31:24.
Leiðzig – Wetzlar 30:26.
Erlangen – HSV Hamburg 23:22.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Leikir í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -