- Auglýsing -
- Auglýsing -

Karabatic fór upp fyrir Guðjón Val – Neagu ennþá markahæst á EM

Frakkinn Nikola Karabatic er af mörgum álitinn besti handknattleiksmaður sögunnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nikola Karabatic er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Evrópumóta karla í handknattleik. Hann komst í gær marki upp fyrir Guðjón Val Sigurðsson með fimmta og síðasta marki sínu þegar Frakkar unnu Króata, 34:32. Karabatic hefur þar með skorað 289 mörk í 75 leikjum í lokakeppni EM.

Guðjón Valur skoraði 288 mörk í 61 leik og skoraði þar af leiðandi talsvert fleiri mörk á EM frá 2000 til 2020 þegar hann var síðast með. Guðjón Valur hætti keppni um vorið.
Skammt á eftir Guðjóni Val er nú danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen með 276 mörk.

Karabatic er þó ekki markahæsti leikmaður í lokakeppni EM ef litið er þvert á kynin. Rúmenska handknattleikskonan Cristina Neagu hefur skorað 303 mörk í lokakeppni EM. Hún rauf 300 marka múrinn á EM 2022.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -