- Auglýsing -
- Auglýsing -

Karen skrifar undir þriggja ára samning

Karen Knútsdóttir verður ekkert með Fram á keppnistímabilinu sem er nýlega hafið. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Handknattleikskonan þrautreynda, Karen Knútsdóttir, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Fram en frá þessu greinir handknattleiksdeild Fram í dag. Karen hefur um árabil verið ein allra fremsta handknattleikskona landsins og verið kjölfesta hjá Fram og íslenska landsliðinu.


Karen lék upp yngri flokka og upp í meistaraflokk Fram áður en hún gekk til liðs við Blomberg-Lippe í Þýskalandi árið 2011. Einnig lék hún með SönderjyskE í Danmörku og Nice í Frakklandi áður en hún gekk til liðs við Fram á nýjan leik sumarið 2017. Karen á ríflega 100 landsleiki að baki.


„Karen er frábær leikmaður og karakter sem lið sem vilja vera í fremstu röð myndu öll vilja hafa innan sinna raða. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur í Fram að hún ætli að taka slaginn áfram en það er ekki síður mikilvægt fyrir kvennahandboltann á Íslandi enda er Karen án vafa ein af þeim betri sem hefur spilað íþróttina hér á landi,“ segir Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður handknattleiksdeildar Fram í tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -