- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kári Kristján mætir til leiks í Prag

Kári Kristján Kristjánsson leikmaður ÍBV. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Línumaðurinn sterki, Kári Kristján Kristjánsson, kemur inn í leikmannahóp ÍBV í dag fyrir síðari viðureignina við Dukla Prag í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla.

Kári Kristján hefur verið utan ÍBV-liðsins í tveimur undangengnum leikjum, gegn Val í Olísdeildinni og við Dukla í gær vegna tognunar á kálfa.


Nú standa vonir til þess að Kári hafi jafnað sig nógu vel til þess að geta tekið þátt í síðari leiknum við Dukla í DHC Sport Hall í Prag. Flautað verður til leiks klukkan 17. ÍBV vann viðureignina í gær með eins marks mun, 34:33.


Vart þarf að fjölyrða um hversu mikill liðsauki það er fyrir ÍBV-liðið að fá Kára Kristján með í slaginn í dag. Kári er þrautreyndur línumaður og marga fjöruna sopið á handknattleiksvellinum.


Auk Kára Kristjáns kemur Breki Þór Óðinsson inn í 16-manna hóp ÍBV fyrir síðari leikinn. Í stað Kára og Breka verða Hinrik Hugi Heiðarsson og Gabríel Martinez Róbertsson utan hópsins.

Handbolti.is verður með textalýsingu frá leiknum í DHC Sport Hall klukkan 17.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -