- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Katla María ennþá markahæst – Hanna og Helena skammt á eftir

Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, er markahæst í Olísdeild kvenna. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

Katla María Magnúsdóttir, Selfossi, er áfram markahæst í Olísdeild kvenna þegar 14 umferðum af 21 er lokið. Katla María hefur verið markahæst nánast frá fyrstu umferð. Hún virðist kunna vel við sig í stærra hlutverki eftir að hafa snúið heim í uppeldisfélagið fyrir leiktíðina.


Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, sem lengi lék í treyju Selfoss, er skammt á eftir. Hanna hefur farið mikinn með ÍBV að undanförnu og virðist óðum vera að nálgast sitt fyrra form. Hún skoraði m.a. 14 mörk gegn Fram á síðasta laugardag.

Helena Rut Örvarsdóttir hefur skorað flest mörk þegar mörk úr vítaköstum eru ekki tekin með í reikninginn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Helena Rut Örvarsdóttir, úr Stjörnunni, er sú sem skoraði hefur flest mörk í Olísdeild kvenna á leiktíðinni, að frádregnum vítaköstum. Helena Rut hefur verið á siglingu allt tímabilið og skorað 98 mörk, ekkert úr vítaköstum, að jafnaði sjö mörk í leik með þrumuskotum eða eftir gegnumbrot.


Hér fyrir neðan er listi yfir þær sem skorað hafa 40 mörk eða fleiri í Olísdeild kvenna þegar tveir þriðju hlutar deildarkeppninnar eru að baki. Listinn er unninn upp úr handboltamælaborði Expectus sem m.a. er að finna hjá handbolti.is undir flipanum staðan og leikir. Handboltamælaborð Expectus notar upplýsingar frá HBStatz.

Nafn:félag:Mörk/víti
Katla María MagnúsdóttirSelfoss107/30
Hrafnhildur Hanna ÞrastardóttirÍBV101/36
Helena Rut ÖrvarsdóttirStjörnunni98/-
Elín Klara ÞorkelsdóttirHaukum93/14
Lena Margrét ValdimarsdóttirStjörnunni83/10
Roberta StropeSelfossi78/-
Þórey Anna ÁsgeirsdóttirVal75/45
Steinunn BjörnsdóttirFram72/9
Perla Ruth AlbertsdóttirFram62/-
Thea Imani SturludóttirVal58/-
Mariam EradzeVal56/-
Nathalia Soares BalianaKA/Þór56/-
Eva Björk DavíðsdóttirStjörnunni55/25
Sunna JónsdóttirÍBV55/-
Rut Arnfjörð JónsdóttirKA/Þór54/20
Birna Berg HaraldsdóttirÍBV51/-
Sara Katrín GunnarsdóttirHK og Fram51/17
Embla SteindórsdóttirHK50/12
Lydía GunnþórsdóttirKA/Þór49/25
Þórey Rósa StefánsdóttirFram48/0
Natasja HammerHaukum46/-
Ragnheiður RagnarsdóttirHaukum43/-
Elín Rósa MagnúsdóttirVal41/-
Berglind BenediktsdóttirHaukum40/27
Kristrún SteinþórsdóttirFram40/-
Rakel GuðjónsdóttirSelfossi40/-
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -