- Auglýsing -
- Auglýsing -

Katrín Ósk gerði út um allar vonir Stjörnunnar

Katrín Ósk Magnúsdóttir átti stórleik í marki Fram gegn Stjörnunni í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram gerði út um allar vonir Stjörnunnar um að fá eitthvað út úr viðureigninni við Fram í Safamýri í kvöld þegar liðin mættust þar í Olísdeild kvenna. Katrín Ósk átti stórbrotin leik í marki Fram-liðsins, varði 17 skot, þar af fjögur vítaköst, og lagði þar með grunninn að tíu marka sigri Fram, 29:19.


Fram komst þar með í efsta sæti deildarinnar á nýjan leik, a.m.k. þangað til annað kvöld þegar KA/Þór á möguleika á endurheimta efsta sætið. Stjarnan tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð og er komið í sjötta sæti Olísdeildar með 10 stig, aðeins stigi á undan HK.


Sem fyrr segir þá átti Katrín Ósk stórleik í marki Fram með ríflega 50% hlutfallsmarkvörslu. Varnarleikur Fram var einnig frábær. Segja má að Stjörnuliðið hafi lent á vegg í Safamýri. Strax í fyrri hálfleik skildu leiðir liðanna og að honum loknum var munurinn sjö mörk, 16:9. Fljótlega í síðari hálfleik var munurinn kominn upp í tíu mörk og var mestur 11, 27:16.


Eftir tap fyrir ÍBV á síðasta laugardag er ljóst að Fram-liðið var staðráðið í að svara fyrir þann leik að þessu sinni. Stjörnuliðið var einfaldlega fyrir barðinu á Fram-liðinu í sínum besta ham með allar kanónurnar vandlega stilltar.


Stjörnuliðið virðist vera í vanda. Fjórða tapið í röð og rasskelling í Safamýri er nokkuð fjarri þeirri frammistöðu sem kvennalið félagsins er þekkt fyrir eftir mörg ár í fremstu röð í íslenskum kvennahandknattleik.


Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7/2, Steinunn Björnsdóttir 5, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3/1, Unnur Ómarsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1/1, Kristrún Steinþórsdótttir 1.
Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 17/4, 51,5% – Sara Sif Helgadóttir 2, 40%.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 5/3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Anna Karen Hansdóttir 1, Karen Tinna Demian 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 4, 18,2% – Heiðrún Dís Magnúsdóttir 2, 15,4%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -