- Auglýsing -
- Auglýsing -

Keppni er farin verulega úr skorðum

Bjarki Már Elísson, Lemgo. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Samherji Bjarka Más Elíssonar hjá Lemgo hefur greinst með kórónuveiruna. Af þeim sökum hefur tveimur næstu leikjum liðsins verið slegið á frest. Lemgo átti að mæta Gunnari Steini Jónssyni og félögum í Göppingen og Tusem Essen á fimmtudaginn eftir viku.


Eftir bærilegt ástand í febrúar og í fram í þennan mánuð virðist veiran vera í sókn í Þýskalandi. Öðru hvoru er verið að fresta leikjum af hennar völdum. Má að Flensburg hefur ekkert leikið eftir landsleikjahléið vegna smita í herbúðum liðsins. Þá hafa danskir leikmenn Füchse Berlin ekki leikið með liðinu síðustu dag vegna þess að þeir smituðust í kringum landsleiki Dana og Norður-Makedóníumanna á dögum.


Viðureign Hannover-Burgdorf og Ludwigshafen sem til stóð að færi fram í kvöld hefur verið frestað vegna smita í herbúðum Burgdorf.


Dagskrá deildarkeppninnar er gengin úr skorðum og margir eru orðnir svartsýnir á að hægt verði að ljúka keppni fyrir lok maí með þessu áframhaldið. Melsungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson leikur með og Arnar Freyr Arnarsson leikur með, hefur aðeins lokið 17 af 38 leikjum sem fyrirhugaðir eru. Flensburg og Kiel eru einnig á eftir áætlun með 18 leiki hvort auk þess að vera í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu en 16-liða úrslit Meistaradeild eiga að fara fram í kringum mánaðamótin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -