- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Keppnistímabilinu er lokið hjá Viggó

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Leipzig. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson og leikmaður SC DFhK Leipzig leikur ekki fleiri leiki á keppnistímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist í aftanverðulæri í viðureign Leipzig og Erlangen á fimmtudaginn. Rifa kom í vöðvann og þarf Viggó að gangast undir aðgerð síðar í þessari viku til þess að fá bót meina sinna.


Af þessum sökum er ljóst að Viggó verður ekki með SC DFhK Leipzig næstu þrjá mánuði hið minnsta, eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Aðeins eru rúmir tveir mánuðir eftir af leiktíðinni.


Viggó er þriðji markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar með 136 mörk.


Ekki aðeins eru meiðslin áfall fyrir SC DFhK Leipzig heldur einnig íslenska landsliðið sem þegar er án Ómars Inga Magnússonar sem leikur sömu stöðu og Viggó. Einnig er Kristján Örn Kristjánsson, Donni, að jafna sig af veikindum.


Viggó var jafn besti leikmaður íslenska landsliðsins í leikjunum tveimur við Tékka í undankeppni EM í fyrri hluta þessa mánaðar. Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppninni, 27. og 30. apríl, gegn Ísrael og Eistlandi.
Viggó segir í samtali á heimasíðu Leizpig að hann ætli ekki að slá slöku við endurhæfingu strax að aðgerð lokinni.


Leipzig-liðið, sem Rúnar Sigtryggssonar þjálfar, hefur verið með eindæmum óheppið með meiðsli síðustu vikur og mánuði. Viggó er sjötti maðurinn sem meiðist. Af þeim hefur aðeins einn náð að snúa til baka út leikvöllinn enn sem komið er.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -