- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kínverska landsliðið verður þriðji andstæðingur Íslands

Yongli Zheng þjálfari kínveska landsliðsins gefur sínum leikmönnum skipanir í leiknum við Senegal í Gautaborg í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Kína verður andstæðingur íslenska landsliðsins í þriðju og síðustu umferð í riðli eitt í forsetabikarkeppninni á heimsmeistaramóti kvenna á mánudaginn. Kína tapaði fyrir Senegal í síðustu A-riðils riðlakeppninni í Gautaborg í kvöld, 22:15, eftir að hafa verið með jafna stöðu að loknum fyrri hálfleik, 9:9.


Kína rak þar með með lestina í A-riðli og hreppti ekki stig í þremur leikjum við Svíþjóð, Króatíu og Senegal og var með samanlagt 45 mörk í mínum.

Leikir Íslands í forsetabikarnum:
7. desember kl. 17: Ísland – Grænland.
9. desember kl. 17: Paragvæ – Ísland.
11. desember kl. 17: Ísland – Kína.
13. desember verður leikið um sæti við lið úr riðli 2. Í þeim riðli eru landslið Chile, Íran, Kasakstan og Kongó.

Handbolti.is heldur sínu striki og er með íslenska landsliðinu í Fredrikshavn og verður þar til keppni verður afstaðin. Allir leikir Íslands verða í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -